VIÐSKIPTASKILMÁLAR

Hugbúnaðarþróun ehf. (Aurbjörg)

 

1. Inngangur.

Viðskiptaskilmálar þessir gilda um kaup á vöru eða þjónustu á vefsvæðinu www.aurbjorg.is. Eigandi og ábyrgðaraðili vefsvæðisins og þjónustunnar sem þar er veitt er Hugbúnaðarþróun ehf. kt. 680317-0970 (hér eftir Aurbjörg) og Two Birds, kennitala 430518-1430, Höfðabakka 9, 110 Reykjavík, sími 660-5532. (hér eftir Two Birds).  Viðskiptaskilmálar þessir gilda fyrir allar afurðir og  þjónustu sem Aurbjörg veitir einstaklingum, félögum, lögaðilum, opinberum stofnunum og öðrum, hvort heldur sem er gegn greiðslu eða án endurgjalds á fyrrgreindu vefsvæði. Hafi skilmálar þessir ekki verið samþykktir við nýskráningu á www.aurbjorg.is teljast þeir samþykktir við fyrstu kaup í gegnum vefsvæðið.

 

2. Skilgreiningar.

Viðskiptavinur er sá sem greiðir fyrir aðgengi eða þjónustu á vef www.aurbjorg.is og hefur bæði kynnt sér og samþykkt þessa skilmála. Viðskiptavinur er sá einstaklingur, lögaðili, félag eða opinber stofnun, sem Aurbjörg veitir aðgengi að gögnum sínum og skráður er í notenda- eða viðskiptavinagrunni félagsins.  Einstaklingur er aðili sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup nr. 48/2003. Um viðskipti lögaðila á www.aurbjorg.is gilda ákvæði laga um þjónustukaup nr. 42/2000.

 

3. Upplýsingar, aðgangur og kaup.

Verð á www.aurbjorg.is eru með virðisaukaskatti og eru birtar með fyrirvara um innsláttar-, prent- og/eða myndvillur. Við fyrstu innskráningu á www.aurbjorg.is skráir viðskiptavinur fullt nafn, kennitölu, heimilisfang og tölvupóstfang sitt og samþykkir að hann hafi lesið persónuverndarstefnu félagsins. Einnig getur viðskiptavinur samþykkt að vera á póstlista og SMS lista www.aurbjorg.is. Pöntun viðskiptavinar á www.aurbjorg.is er bindandi þegar hann hefur staðfest pöntun sína í kaupferlinu. Aurbjörg afgreiðir pöntun kaupanda samstundis og afhendir hið keypta um leið og greiðsla hefur verið staðfest. Jafnframt sendir Aurbjörg viðskiptavini afrit af reikningi þ.e. ef greiðsla berst frá kaupanda.

Áskriftargjald er mánaðarlegt gjald sem viðskiptavinur greiðir fyrirfram fyrir tiltekna þjónustu eins og henni er lýst hverju sinni á www.aurbjorg.is.  Áskriftargjaldið veitir viðskiptavin aðgengi að þeirri þjónustu sem er innifalin í gjaldinu sem hann getur nýtt á meðan gjaldið er greitt. Viðskiptavinur getur sagt upp áskrift sinni og tekur slík uppsögn gildi fyrsta dag næsta mánaðar eftir að uppsögn berst.

Einskiptisgjald er gjald sem kaupandi þjónustu greiðir til Aurbjargar fyrir aðgengi að gögnum.  Afhending vörunnar á sér stað um leið og greiðsla hefur verið staðfest. Öll verð í vefverslun eru með inniföldum 24% vsk.

 

4. Endurgreiðslur.

Þegar viðskiptavinur pantar/kaupir þjónustu á www.aurbjorg.is þá er hún veitt strax þegar greiðsla hefur verið staðfest af Aurbjörgu en slíkt gerist alla jafna innan örfárra sekúnda.  Viðskiptavinur samþykkir að þjónustan sé veitt/afhent með fyrrgreindum hætti og gerir sér jafnframt grein fyrir því að frestur til að falla frá kaupum fellur niður þegar hið keypta hefur verið afhent þó frestur til að falla frá kaupum samkvæmt lögum um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 sé ekki útrunninn.  Þá gerir viðskiptavinur sér grein fyrir og samþykkir að hið keypta er þess eðlis að hann getur hagnýtt sér hana um leið og hún hefur verið afhent og þannig haft af henni not, sem og að skil á henni sé ekki möguleg vegna eðli þess keypta.

Endurgreiðsla getur aðeins orðið vegna alvarlegra hnökra á þjónustu af hálfu Aurbjargar.  Komi upp tæknileg bilun í þjónustu að því leyti að varan skili sér ekki til viðskiptavinar ber honum að tilkynna Aurbjörgu um slíkt án dráttar.  Teljist þjónustan gölluð er viðskiptavini boðin ný vara í staðin eða endurgreiðslu ef þess er krafist.  Að öðru leyti vísast til laga um húsgöngu og fjarsölusamninga nr. 46/2000 og laga um neytendakaup.     

 

5. Gildissvið.

Skilmálar þessir gilda fyrir alla viðskiptavini Aurbjargar.

 

6. Færsluhirðing af debet- og kreditkortum. Greiðslur.
Valitor, kt. 500683-0589, Dalshrauni 3 í Garðabæ sér um rekstur greiðslugáttar sem Aurbjörg notar á
www.aurbjorg.is og annast færsluhirðingu í tengslum við skuldfærslur af kredit- og debetkortum viðskiptavina Aurbjargar. Greiðsla fer fram um leið og viðskiptavinur staðfestir kaup sín og heimilar skuldfærslu af greiðslukorti sínu.

 

7. Eignarhald og höfundarréttur.

Viðskiptavinir viðurkenna að öll gögn Aurbjargar og framsetning þeirra er í eigu Aurbjargar og Two Birds.  Þeir lofa að virða lög um vörumerki og höfundarrétt í hvívetna. Afritun eða augljós eftirlíking á útliti, framsetningu og samsetningu á efni Aurbjargar veldur tafarlausri uppsögn á samningi, án endurgreiðslu, auk lögsóknar af hálfu Aurbjargar ef tilefni þykir til. Allur réttur áskilinn.

Aurbjörg er heimilt að framselja höfundar- og eignarréttinn til þriðja aðila án tilkynninga þar um til viðskiptavinar.

 

8. Öryggisskilmálar.

Aurbjörg heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem hann gefur upp í tengslum við viðskiptin.  Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

 

9. Breyting á viðskiptaskilmálum þessu.

Aurbjörg áskilur sér fullan rétt til að breyta ákvæðum skilmála þessa enda verði upplýsingar birt um slíkt á www.aurbjorg.is og/eða með sérstakri tilkynningu til þeirra sem greiða mánaðarlegt áskriftargjald fyrir aðgengi að þjónustu Aurbjargar. Viðskiptavinur samþykkir að með kaupum á þjónustu á www.aurbjorg.is þá samþykki hann þá skilmála sem gilda hverju sinni enda hafi hann staðfest að hafa kynnt sér hlutaðeigandi skilmála. Viðskiptavinur er hvattur til þess að lesa ætíð gildandi skilmála áður en hann staðfestir kaup sín.

 

10. Ágreiningur.

Rísi ágreiningur á milli aðila um efni þessara skilmála eða vegna brota á þeim má bera ágreining undir kærunefnd þjónustu- og lausafjárkaupa hjá Neytendastofu.  Þá er aðilum heimilt að reka mál vegna ágreinings sem upp kann að koma fyrir  Héraðsdómi Reykjavíkur.

 

11. Gildistími.

Skilmálar þessir gilda frá 1. desember 2020 en um breytingar á þeim vísast til 9. gr.